Framlengi ríkisábyrgð lána fram á næsta ár

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. mbl.is/Hari

Eftirlitsnefnd með framkvæmd viðbótar- og stuðningslána sem skipuð var af fjármála- og efnahagsráðherra í vor hefur nú skilaði sinni fyrstu skýrslu. Í ábendingum nefndarinnar í skýrslunni kemur m.a. fram að hún bendi á þann möguleika að framlengja ríkisábyrgð vegna viðbótarlána og stuðningslána inn í árið 2021. 

Eftirlitsnefndinni er ætlað að hafa almennt eftirlit með framkvæmd lánveitinga til fyrirtækja sem orðið hafa fyrir verulegu tekjutapi vegna heimsfaraldurs kórónuveiru og skal hún skila fjármála- og efnahagsráðherra skýrslu um framkvæmdina á sex mánaða fresti.

Er þegar unnið að þessu eins og fram kom hjá fjármála- og efnahagsráðherra þegar viðspyrnuaðgerðir stjórnvalda voru kynntar 20. nóvember.

Eftirlitsnefndina skipa eftirfarandi nefndarmenn: Einar Páll Tamimi, formaður, skipaður án tilnefningar; Ásta Dís Óladóttir, skipuð eftir tilnefningu samstarfsnefndar háskólastigsins; Kristrún Heimisdóttir, skipuð eftir tilnefningu forsætisráðherra.

Lesa má skýrsluna í heild sinni hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert