Náðu ekki samkomulagi

Frá fundi Félags flugvirkja og ríkissáttasemjara í dag.
Frá fundi Félags flugvirkja og ríkissáttasemjara í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Enn er samningslaust í kjaradeilu flugvirkja sem hafa verið í verkfalli undanfarna daga og ekki náðist samkomulag á fundi í dag. Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari hefur boðað aftur til fundar klukkan níu í fyrramálið. Hann var ómyrkur í máli í samtali við mbl.is.

„Staðan er þung og alvarleg.“

Er þá enn langt í land eða hvað?

„Staðan er bara grafalvarleg og það er gríðarlega mikilvægt að allir aðilar við borðið vinni vel saman til þess að finna megi einhverja lausn.“

Ekki hægt að koma í veg fyrir að þyrla sé ekki til taks

Allt stefnir í að uppsöfnuð viðhaldsþörf þyrlna Landhelgisgæslunnar geri það að verkum að engin þyrla verði til taks frá og með miðnætti í kvöld og þar til á föstudag. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur sagt að til greina komi að setja lögbann á verkfall flugvirkja og það ræddi hún við aðra ráðherra í ríkisstjórn á fundi í gær. Enn hefur þó ekki komið til lögbanns.

„Það er ekki hægt að koma í veg fyr­ir þessa tvo daga sem þyrl­an verður ekki starf­andi í vik­unni vegna þess að viðhaldsþörf­in er orðin upp­söfnuð vegna verk­falls­ins sem er yf­ir­stand­andi,“ sagði Áslaug í sam­tali við mbl.is að lokn­um rík­is­stjórn­ar­fundi í gær.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert