Ráðherra tók þátt í rýmingaræfingu

Frá æfingunni.
Frá æfingunni. mbl.is/Eggert

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra og ráðherra brunamála, tók þátt í rýmingaræfingu í Borgartúni í dag. Æfingin var hluti af eldvarnarátaki slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. 

Æfingin fór þannig fram að hús voru rýmd og í kjölfarið var einstaklingum kennt hvernig notast á við eldvarnateppi og slökkvitæki. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins tók þátt í æfingunni með dælubíl og sjúkrabíl, en  meðal stofnana sem tóku þátt í æfingunni voru Hagstofa Íslands, Neytendastofa, ríkissáttasemjari og Þjóðskrá Íslands. 

Garðar H. Guðjónsson, verkefnastjóri Eldvarnarátaksins, segir að viðburðurinn sé nú orðinn árlegur. Þá sé engin tilviljun æfingin sé haldin svo skömmu fyrir jól. „Átakið fer af stað í nóvember og er fram í aðventuna. Eldhætta eykst mjög á aðventunni og útköllum slökkviliða fjölgar,“ segir Garðar og bætir við að æfingin sé áminning. 

„Þetta er heppilegur tími til að minna á mikilvægi eldvarna. Þannig er fólk hvatt til að draga úr hættu á að eldur komi upp t.d. í sambandi við jólaskreytingar,“ segir Garðar sem kveðst aðspurður ánægður með framkvæmd æfingarinnar. „Þetta gekk mjög vel og allir með sitt hlutverk á hreinu.“

Rýmingaræfing haldin í Höfðaborg .
Rýmingaræfing haldin í Höfðaborg . mbl.is/Eggert
Fólki var kennt að slökkva eld.
Fólki var kennt að slökkva eld.
Margir voru samankomnir.
Margir voru samankomnir.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert