Staurinn kominn á réttan stað

Þekktasta ljósastaur landsins er nú búið að koma betur fyrir eftir að hafa vakið mikla athygli fyrir óheppilega staðsetningu sína þar sem honum hafði verið komið fyrir á miðri gangstétt. Staurinn sem er að finna við Móaveg í Grafarvogi er nú kominn á heppilegri stað þar sem hann truflar ekki vegfarendur.

Sár er eftir staurinn á gangstéttinni sem verður væntanlega lagað.
Sár er eftir staurinn á gangstéttinni sem verður væntanlega lagað. Ljósmynd/mbl.is
mbl.is