Varnir ekki tímasettar

Margir bátar skemmdust og eyðilögðust í snjóflóðinu í janúar.
Margir bátar skemmdust og eyðilögðust í snjóflóðinu í janúar. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Ekki hefur verið ákveðið hvenær ráðist verður í framkvæmdir við endurbætur á snjóflóðagörðum fyrir ofan Flateyri og vörnum við höfnina og Flateyrarveg um Hvilftarströnd.

Verið er að vinna að mati á snjóflóðinu sem féll í janúar og fór yfir snjóflóðavarnargarðinn og fór einnig í höfnina og eyðilagði bryggjur og báta.

Verið er að huga að endurbótum á snjóflóðavarnargörðunum og vörnum fyrir höfnina og Vegagerðin er að meta kosti við að verja veginn fyrir snjóflóðum. Fram kom á fundum stjórnvalda með íbúum að það tekur eitt og hálft ár að undirbúa framkvæmdir, eftir að ákvörðun um bestu lausnir liggur fyrir.

Flateyringar þurfa því að búa við óbreytt varnarkefi næstu tvo vetur, að minnsta kosti. Á móti hefur vöktun snjóflóðahættu verið aukin og rýmingaráætlun samþykkt, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert