Vetrarfærð um allt land

Vetrarfærð er í flestum landshlutum samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Hálka eða hálkublettir víða en greiðfært á flestum leiðum út frá höfuðborginni og á höfuðborgarsvæðinu. Flughált er á Vatnsleysustrandarvegi.

Hálka eða hálkublettir eru á flestum leiðum á Vesturlandi og sums staðar snjóþekja. Á Vestfjörðum er snjóþekja, hálka eða hálkublettir á flestum leiðum. Þæfingsfærð er norður í Árneshrepp. Snjóþekja, hálka eða hálkublettir á öllum leiðum norðanlands. Snjóþekja, hálka eða hálkublettir eru á flestum leiðum á Norðausturlandi og eitthvað um snjókomu með ströndinni.

Víðast hvar á Austurlandi er hálka en þungfært á Öxi og á Mjóafjarðarheiði, snjóþekja á Breiðadalsheiði. Hálka eða hálkublettir á köflum á Suðausturlandi og á Suðurlandi eru hálkublettir á flestum leiðum en einna síst á hringveginum.

mbl.is