Birta myndband af nýju íþróttahúsi

Nýtt íþróttahús rís nú á Reyðarfirði.
Nýtt íþróttahús rís nú á Reyðarfirði. Ljósmynd/Fjarðabyggð

Hönnun nýs íþróttahúss á Reyðarfirði er nú lokið og ráðgert er að framkvæmdir hefjist við það snemma á nýju ári. Undirbúningur hefur staðið yfir í vor, en 410 milljónum króna hefur verið varið í verkefnið. 

Jarðvegsvinna á svæðinu hófst síðan í sumar, en lögð var áhersla á að ljúka henni áður en skóli yrði settur í haust. Á meðan vann Mannvit að loka hönnun byggingarinnar, í samvinnu við starfshóp skipuðum fólki úr bæjarfélaginu. 

Um er að ræða límtréshús sem er um 1500 m2. auk þess sem gert er ráð fyrir tengibyggingu við núverandi íþróttahús sem er rúmlega 200 m2. Á Youtube-síðu Fjarðarbyggðar má sjá skemmtilegt myndband af hönnun og útliti hússins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert