Ekki búið að auka tíðni Strætó

Ástæða þess að stefnu meirihlutans í Reykjavík og samþykkt borgarstjórnar um að stytta tímann á milli ferða á völdum leiðum Strætó hefur ekki verið hrint í framkvæmd er kostnaður og tafir í umferðinni.

Hins vegar kemst loforð um að frítt verði í Strætó fyrir börn undir tólf ára aldri til framkvæmda við gjaldskrárbreytingar um komandi áramót.

Eyþór Arnalds, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn Reykjavíkur, vakti athygli á því í pistli í Fréttablaðinu í gær að umrædd kosningaloforð meirihlutans vegna Strætó hefðu ekki verið efnd. Eyþór segir í samtali við Morgunblaðið í dag, að í meirihlutasáttmála flokkanna sem fara með stjórn borgarinnar hafi því verið lofað að tíðni á helstu stofnleiðum yrði aukin í 7,5 mínútur á háannatímum. Málið hafi verið tekið upp í borgarstjórn um haustið og samþykkt með 22 atkvæðum. Rætt hafi verið um þrjár helstu leiðir Strætó.

„Reykjavíkurborg er stærsti eigandi Strætó og töldum við að málið væri klappað og klárt. Svo var ekki heldur hefur ferðum þvert á móti verið fækkað á þessu ári og það rökstutt með kórónuveirufaraldrinum,“ segir Eyþór.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert