Ferðamennirnir snúa aftur í apríl

Ferðamenn við Strokk.
Ferðamenn við Strokk. mbl.is/Ómar Óskarsson

Samtök ferðaþjónustunnar hafa endurskoðað áætlanir fyrir næsta ferðasumar í tilefni af árangri við þróun bóluefna gegn veirunni. Spá samtökin nú bata frá og með öðrum ársfjórðungi á komandi ári.

Samkvæmt spánni fara erlendir ferðamenn að koma til landsins í apríl þegar ferðalög hefjast á ný. Gangi spáin eftir mun ferðamönnum fjölga eftir því sem líður á næsta ár. Þeir verði þannig orðnir um 100 þúsund í desember árið 2021, eða um 80% af fjöldanum í desember 2019.

Í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag áætlar Vilborg Helga Júlíusdóttir, hagfræðingur SAF, að hingað komi 780 þúsund erlendir ferðamenn á næsta ári, borið saman við tæplega tvær milljónir árið 2019.

Kristófer Oliversson, formaður Fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu (FHG), segir áhugann á Íslandsferðum hafa aukist markvert eftir að greint var frá árangri við þróun bóluefna gegn kórónuveirunni. Nú séu bókanir fyrir næsta sumar 20-30% af því sem gerist í eðlilegu árferði á þessum tíma ársins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »