Foreldrar fái að ráða þessu sjálfir

Lagt er til að foreldrar fái sjálfir að ráða því …
Lagt er til að foreldrar fái sjálfir að ráða því hvernig þeir skipta fæðingarorlofinu. Eva Björk Ægisdóttir

Í umræðum um frumvarp um lengingu fæðingarorlofs í fyrrakvöld kom fram breytingatillaga frá Miðflokknum þess efnis að í stað þess að foreldrar barna hafi rétt til sex mánaða fæðingarorlofs hvort verði það alfarið á herðum foreldra að ákveða hvernig þeir skipta fæðingarorlofi til 12 mánaða. 

Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins lagði fram tillögu til þingsályktunar um sveigjanlega tilhögun á fæðingar- og foreldraorlofi þar sem lagt er til að foreldrum verði tryggður sameiginlegur réttur til tólf mánaða fæðingarorlofs sem þeir geti skipt með sér á 24 mánaða tímabil. 

Anna Kolrbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins.
Anna Kolrbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins. Kristinn Magnússon

„Það er beinlínis ákveðið í þessu frumvarpi að skikka hvort foreldri til þess að taka sex mánuði innan knapps tímaramma en þeim sé leyfilegt að skipta einum mánuði á milli sín, það sagt vera til þess að koma til móts við aðstæður fjölskyldna. Það er erfitt að sjá hvernig þetta gagnast jafnrétti og sérstaklega hvernig þetta gagnast stöðu kynjanna á vinnumarkaði. Aðstæður foreldra eru mismunandi og hvað gerist ef annað foreldrið hefur ekki tök á að taka sína sex mánuði, falla þeir þá niður, fær barnið þá aðeins að njóta samvista annars foreldrisins?“ spyr Anna Kolbrún. 

Fyrsta umræða frumvarpsins fór fram í þinginu í fyrrakvöld þar sem ýmsar útfærslur á skiptingu orlofsins voru ræddar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert