Þórólfur hefur skilað nýjum tillögum

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Ljósmynd/Almannavarnir

Þórólf­ur Guðna­son sótt­varna­lækn­ir hef­ur skilað nýj­um til­lög­um til heil­brigðisráðherra um fram­hald sótt­varnaaðgerða vegna kórónuveirufaraldursins frá og með 2. desember.

Þetta kom fram í máli Þórólfs á upplýsingafundi almannavarna.

Nú­gild­andi reglu­gerð um sam­komutak­mark­an­ir renn­ur út þriðjudaginn 1. desember en fyr­ir þann tíma þarf heil­brigðisráðherra að gefa út nýj­ar.

Þórólfur sagði ekki tímabært að ræða á þessari stundu hvað fælist í tillögunum. Hann sagði mikið ákall um afléttingu á sama tíma og einhver merki væru um að faraldurinn væri aftur í vexti.

Hann sagði að útbreiðsla Covid haldi áfram í samfélaginu gæti hann þurfti að endurskoða tillögur sínar fyrir þann tíma.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert