Veglegir bingóvinningar í kvöld hjá Sigga og Evu

Eva Ruza og Siggi Gunnars stýra bingóinu á mbl.is
Eva Ruza og Siggi Gunnars stýra bingóinu á mbl.is

„Það er spáð alveg hundleiðinlegu veðri í kvöld auk þess sem fréttir gærdagsins sýna að það er enginn óhultur fyrir þessari veiru svo við höldum áfram að gleðja fólk sem er heima fyrir með bingói í beinni,“ segir Sigurður Þorri Gunnarsson, útvarpsmaður á K100. Hann stýrir bingói á mbl.is í kvöld eins og honum einum er lagið, en bingóið hefur slegið í gegn undanfarið. Hægt er að taka þátt gegnum mbl.is/bingo í kvöld klukkan 19. Allir landsmenn eru hvattir til að taka þátt enda er til mikils að vinna að þessu sinni.

„Vinningarnir verða ekki af verri endanum í kvöld, meðal annars Samsung-spjaldtölva, 100.000 kr. gjafabréf frá Heimsferðum, fatnaður frá Cintamani og gjafapakki frá Nutrilenk, svo að liðirnir verði í lagi.“

Fjölbreytt dagskrá

Sigurður verður þó ekki einn við bingóhjólið frekar en fyrri daginn. Hann er vanur að fá til sín góða gesti og það verður engin breyting þar á. Spurður að því hvaða gestir muni knýja dyra að þessu sinni stóð ekki á svörunum hjá Sigurði: „Við fáum til okkar góðan gest sem vakið hefur athygli fyrir hæfileika sína á listasviðinu undanfarið,“ segir hann.

Krassasig verður gestur kvöldsins í bingóþættinum.
Krassasig verður gestur kvöldsins í bingóþættinum. Ljósmynd/Saga Sig

„Hann heitir Kristinn Arnar en kallar sig Krassasig og mun flytja fyrir okkur tvö lög. Ég hvet því fólk til þess að fara á mbl.is/bingo og ná sér í spjald fyrir kvöldið og vera með í gleðinni í kvöld.“

Leikreglur, bingóspjöld og útsendinguna má nálgast með því að smella hér.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert