35 manns sagt upp í fjármálageiranum

Skrifstofuhúsnæði Vinnumálastofnunnar. Mikið hefur mætt á starfsfólki Vinnumálastofnunnar undanfarið ár.
Skrifstofuhúsnæði Vinnumálastofnunnar. Mikið hefur mætt á starfsfólki Vinnumálastofnunnar undanfarið ár. Eggert Jóhannesson

Ein hópuppsögn hefur verið tilkynnt til Vinnumálastofnunnar í dag. 35 starfsmönnum hefur verið sagt upp hjá fyrirtæki í fjármálageiranum. Þetta staðfesti Unnur Sverrisdóttir forstjóri vinnumálastofnunnar í samtali við mbl.is.

Hópuppsagnir eru vanalega tilkynntar stuttu fyrir mánaðarmót. Unnur bendir á að 30. nóvember er á mánudaginn og því ekki útilokað að fleiri uppsagnir berist í þessum mánuði. 

Hvað telst sem hópuppsögn?

Lög um hópuppsögn eiga við þegar atvinnurekendur segja upp starfsmönnum af ástæðum sem ekki tengjast hverjum einstökum þeirra og þegar fjöldi starfsmanna sem sagt er upp á 30 daga tímabili er: 

  • Að minnsta kosti 10 í fyrirtækjum sem venjulega hafa fleiri en 20 og færri en 100 starfsmenn í vinnu,
  • Að minnsta kosti 10% starfsmanna í fyrirtækjum sem eru venjulega hafa hið minnsta 100 starfsmenn en færri en 300 starfsmenn í vinnu,
  • Að minnsta kosti 30 starfsmenn í fyrirtækjum sem venjulega hafa 300 starfsmenn eða fleiri í vinnu.

 

mbl.is