Á sjúkrahúsi með stunguáverka

Landspítalinn í Fossvogi.
Landspítalinn í Fossvogi. mbl.is/Sigurður Bogi

íbúar í fjölbýlishúsi í Vallahverfi í Hafnarfirði höfðu samband við lögreglu á öðrum tímanum í nótt en þangað inn hafði maður flúið undan árásarmanni sem hafði stungið hann og veitt honum áverka.

Karlmaðurinn er ekki talinn í lífshættu en hann liggur til aðhlynningar á sjúkrahúsi. Málið er til rannsóknar hjá lögreglu.

Á tólfta tímanum í gærkvöldi var tilkynnt umferðaróhapp í Lækjargötu í Hafnarfirði. Ökumaður bifreiðarinnar flúði af vettvangi en síðar kom í ljós að bifreiðin var stolin. Minniháttar skemmdir voru á bifreiðinni að því er segir í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

mbl.is