„Ekki heil brú í tillögum“

Félag atvinnurekenda gerir í erindi til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra alvarlegar athugasemdir við skýrslu starfshóps, sem falið var að gera tillögur að leiðum til að innleiða aðgerðaáætlun embættis landlæknis til að draga úr sykurneyslu landsmanna. Hópurinn leggur til að skattahækkun á ýmsa gos- og svaladrykki verði sett í forgang þannig að þeir hækki í verði um 20%. Í næsta skrefi verði skattar hækkaðir á sælgæti, orku- og próteinstykki, kex, kökur og sætabrauð þannig að þær vörur hækki einnig um 20%.

Frétt 



Tillögur hópsins eru fullar af innri mótsögnum - engan skatt á til dæmis að leggja á dísætar mjólkurvörur en hins vegar á að skattleggja sykurlausa drykki ef þeir innihalda sítrónusýru. Þá leggur hópurinn til að skattkerfið verði flækt stórlega og virðist ekki hafa hugsað út í hvernig eigi að hrinda tillögunum í framkvæmd,“ segir í frétt á vef FA.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert