Íslendingar tífalt fleiri í Ásbyrgi

Fólk, jeppar og og fellihýsafloti í Ásbyrgi.
Fólk, jeppar og og fellihýsafloti í Ásbyrgi. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Mikil fækkun erlendra ferðamanna einkennir árið 2020 hjá Vatnajökulsþjóðgarði. Þrátt fyrir að Íslendingar hafi verið duglegir að ferðast innanlands hafa þeir ekki náð að brúa bilið sem útlendingar skildu eftir sig.

Ásbyrgi er eina undantekningin, en þar tífaldaðist fjöldi Íslendinga miðað við undanfarin ár og var aðsóknin yfir hásumarið sambærileg við sumarið 2019.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Magnús Guðmundsson, framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs,  að þróunin í Ásbyrgi hafi verið mjög gleðileg. Aðspurður um skýringar á þessari góðu aðsókn þar segir Magnús að sólríkt og gott veður á Norðurlandi síðasta sumar hafi aukið aðsókn mikið og svo sé svæðið einstök náttúruperla.

Minni fækkun en vænta mátti

Hann segir einnig að sums staðar hafi gestum fækkað minna en búast hafi mátt við, sérstaklega á áfangastöðum á hálendi Íslands. Þökk sé ferðavilja Íslendinga.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert