Mál Gráa hersins tekið fyrir

Fyrirtaka fyrsta máls Gráa hersins á hendur TR og ríkisins …
Fyrirtaka fyrsta máls Gráa hersins á hendur TR og ríkisins fór fram í dag. Ljósmynd/Aðsend

Fyrsta málsókn félaga Gráa hersins á hendur ríkisins og Tryggingastofnunar ríkisins var tekin fyrir í héraði í morgun. Er það sú fyrsta af þremur. Málin snúast um lögmæti skerðinga á ellilífeyri og heim­il­is­upp­bót á móti greiðslum frá líf­eyr­is­sjóðum.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Gráa hernum. 

Ríkislögmaður hefur ekki krafist frávísunar en hefur þó gert athugasemdir við formhlið málsins. 

Hópfjármögnun og stuðningur VR

Það eru þau Ingibjörg Sverrisdóttir, Sigríður Guðmundsdóttir og Wilhelm Wessman sem höfða málin með stuðningi Málshöfðunarsjóðs Gráa hersins. Til sjóðsins hafa runnið framlög frá einstaklingum og félögum, en mestu munar um stuðning Verslunarmannafélags Reykjavíkur, sem lýst hefur sig bakhjarl Málshöfðunarsjóðsins og þegar stutt verkefnið myndarlega,“ segir í tilkynningunni.

Samkvæmt tilkynningu Gráa hersins lagði lögmaður Málsóknarsjóðs Gráa hersins fram tvö ný skjöl, tvær umsagnir um frumvarp til laga nr.116/206. Þá kemur fram að ekkert hafi verið lagt fram að hálfu ríkisins. Málinu hefur verið frestað til 11. desember en í þinghaldi þann dag má gera ráð fyrir að tekin verði ákvörðun um hvernig farið verði með athugasemdir ríkisins um formhlið málsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert