Vill endurmeta staðpróf í háskólanum

Háskóli Íslands.
Háskóli Íslands.

„Ef það er svona mikil fjölgun smita þá hlýtur það að kalla á endurmat, ég held að allir geti verið sammála um það,“ segir Thor Aspelund, pró­fess­or í líf­töl­fræði við Há­skóla Íslands, og vísar til staðprófa í háskólanum.

Þrátt fyrir talsverðan fjölda smita síðustu daga stefnir Háskóli Íslands á að halda hluta jólaprófa í byggingum skólans. Er það í raun á skjön við það sem sóttvarnayfirvöld hafa lagt áherslu á undanfarnar vikur. 

Ekki gott að stefna fólki saman

„Ég held að allir geti verið sammála um það að það sé ekki gott að vera að stefna fólki saman,“ segir Thor en smitstuðullinn hér á landi stendur nú í 1,5. Slíkt verður að teljast fremur hátt, en stuðullinn einn er talinn geta komið af stað bylgju. 

Aðspurður um þessi mál í Morgunblaðinu í dag kveðst Thor vilja endurmeta stöðuna hvað staðpróf varðar. Þá verði að leita lausna. „Mögulega er hægt að finna einhverjar lausnir á þessu. Kannski er til dæmis hægt að setja tíu manns í þrjátíu stofur.“

Thor Aspelund.
Thor Aspelund. Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert