21 smit innanlands í gær

Sýnataka við Suðurlandsbraut.
Sýnataka við Suðurlandsbraut. mbl.is/Eggert Jóhannesson

21 smit greindust innanlands í gær. Af þeim voru 13 í sóttkví, en átta utan sóttkvíar. Samtals voru tekin 1.353 sýni í gær. 20 þeirra smita sem greindust voru í einkennasýnatöku hjá Íslenskri erfðagreiningu og Landspítalnum. Eitt sýni greindist í sóttkvíar og handahófsskimun.

193 eru í einangrun og fjölgar um 17 frá í gær. Í sóttkví eru 618 og fjölgar um 90 milli daga. 660 eru í skimunarsóttkví.

Nýgengi smita innanlands mælist nú 36,8 en það er fjöldi smita á hverja 100 þúsund íbúa síðustu tvær vikur.

mbl.is