Gefa Íslendingum þúsundir gríma

Frá heimsókn í verksmiðjuna. Gunnar er fyrir miðju.
Frá heimsókn í verksmiðjuna. Gunnar er fyrir miðju.

Von er þúsundum gríma hingað til lands frá Kína. Eru grímurnar gjöf frá grímuframleiðanda í borginni Guangzhou í Kína til íslenska sendiráðsins þar í landi. Þetta segir Gunnar Snorri Gunnarsson, sendiherra Íslands í Kína. 

Óljóst er hversu margar grímurnar eru, en alls verða tíu kassar sendir hingað til lands. Unnið er að flutningi á varningnum frá Guanzhou til Peking, þaðan sem þeim verður flogið hingað til lands. 

Gunnar Snorri hafði verið meðal gesta, sem fylgdust með framleiðslu í verksmiðjunni í síðustu viku. Segir hann að unnið sé allan sólarhringinn alla daga vikunnar við framleiðslu á grímum. 

Gunnar með grímurnar.
Gunnar með grímurnar.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert