Mætir ekki í skólann vegna eineltis

mbl.is/Kristinn Magnússon

Stúlka sem áður stundaði nám við Garðaskóla en varð þar fyrir einelti er nú í heimakennslu og tekur engan þátt í félagslífi. Fagráð eineltismála og mennta- og menningarmálaráðuneytið hafa gert alvarlegar athugasemdir við það hvernig Garðaskóli brást við eineltismálinu. 

Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV

Foreldrar stúlkunnar eru ráðþrota vegna skorts á svörum frá skólanum og bæjaryfirvöldum og eru ósáttir við viðbrögð skólans, t.a.m. vegna þess að ekki hafi verið talað um einelti heldur samskiptavanda. Foreldrunum var bannað að hafa beint samband í gegnum tölvupóst og síma og fara nú öll samskipti fram í gegnum millilið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert