Nauðgunardómi breytt í skilorð vegna tafa

Landsréttur staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjaness að öðru leyti en að …
Landsréttur staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjaness að öðru leyti en að refsing mannsins var skilorðsbundin. mbl.is/Hanna Andrésdóttir

Landsréttur skilorðsbatt í gær dóm yfir karlmanni sem var fundinn sekur um að hafa í tvígang nauðgað þáverandi unnustu sinni sömu nótt árið 2015. Maðurinn hafði fengið 18 mánaða dóm í Héraðsdómi Reykjaness, en hann áfrýjaði dóminum og komst Landsréttur að þeirri niðurstöðu að málið hefði „dregist úr hömlu.“

Er meðal annars vísað til þess að þótt rannsókn málsins hafi lokið í september árið 2015 hafi það ekki verið sent til héraðssaksóknara fyrr en ári síðar. 13 mánuðum síðar sendi héraðssaksóknari málið svo aftur til lögreglu til frekari rannsóknar. Eftir frekari rannsókn felldi héraðssaksóknari málið niður, en konan kærði þá niðurstöðu til ríkissaksóknara sem felldi ákvörðun héraðssaksóknara úr gildi og var ákært í málinu í kjölfarið og málið flutt í héraðsdómi. Féll dómur þar í febrúar 2019, rúmlega fjórum árum eftir að kæra var lögð fram.

Landsréttur staðfesti miskabótagreiðslu upp á 1,2 milljónir sem maðurinn þarf að greiða konunni.

Kon­an kærði nauðgun­ina nokkr­um dög­um eft­ir að hún átti sér stað og lýsti því þá þannig fyr­ir lög­reglu að hún og maður­inn hefðu haft sam­far­ir með beggja vilja á laug­ar­dags­kvöldi, farið svo út að skemmta sér og síðan komið heim og haft sam­far­ir að nýju. Eft­ir það hafi kon­an viljað fara að sofa, en maður­inn „viljað frek­ari sam­far­ir“ og í kjöl­farið nauðgað henni tvisvar þá nótt­ina.

Ákærði neitaði sök, en brotaþoli var með nokkra áverka á kyn­færa­svæði sam­kvæmt skoðun á neyðar­mót­töku og hef­ur „verið sjálfri sér sam­kvæm um meg­in­at­riði máls­ins“ allt frá því að hún leitaði þangað til skoðunar.

Dóm­ari mat framb­urð kon­unn­ar trú­verðugan, en einnig kem­ur fram í niður­stöðunni að dóm­ara þótti SMS-skeyti sem maður­inn sendi kon­unni veita ákær­unni „veru­lega stoð“. Þar bauð maður­inn fram sætt­ir, sagðist vona að kon­an gæti fyr­ir­gefið sér og að hann hefði verið of ákaf­ur við hana.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert