Sjálfur sveinki grímuklæddur

mbl.is/Íris Jóhannsdóttir

Jólasveinarnir sem skemmtu gestum og gangandi í Jólaþorpinu í Hafnarfirði sem var opnað í dag báru grímu eins og margir gestanna. Hér má sjá nokkrar svipmyndir af fyrsta opna degi þorpsins en það verður opið allar helgar á aðventunni frá klukkan 13-18. 

Jólaálfur og Jólasveinn í hressum dansi.
Jólaálfur og Jólasveinn í hressum dansi. mbl.is/Íris Jóhannsdóttir

„Síðan 2003 hefur Jólaþorpið í Hafnarfirði á Thorsplani í Hafnarfirði heillað landsmenn jafnt sem þá ferðamenn sem þangað hafa ratað. Hin fagurlega skreyttu hafnfirsku jólahús eru fyrir löngu orðin landsþekkt fyrir ýmiss konar spennandi gjafavöru, sælkerakrásir, handverk og hönnun,“ segir í tilkynningu frá Hafnarfjarðarbæ um þorpið. 

Klesst'ann?
Klesst'ann? mbl.is/Íris Jóhannsdóttir

Fólk er hvatt til að virða nálægðartakmörk, nota andlitsgrímu, sinna handþvotti og spritta á sér hendurnar í þorpinu vegna Covid-19. 

mbl.is/Íris Jóhannsdóttir
mbl.is