Austurland smitlaust á ný

Austurland er smitlaust á ný.
Austurland er smitlaust á ný. mbl.is

Enginn er nú með virkt Covid-19-smit á Austurlandi að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Austurlandi. 

Ekkert smit greindist á Austurlandi framan af í þriðju bylgjunni en eitt smit greindist þann 17. nóvember síðastliðinn og fóru þá hátt í 40 manns í sóttkví. Enginn þeirra reyndist smitaður. 

Í tilkynningu frá aðgerðastjórn á Austurlandi eru íbúar hvattir til dáða og að gefa hvergi eftir í sóttvörnum. 

mbl.is