Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hefur sent Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni opið bréf sem hann birtir á Facebook-síðu sinni. Í bréfinu segir Kári að það sé rangt að hann hafi einhvern tímann veist að honum og að hann hafi alltaf hrósað honum í hástert við hvert tækifæri.
Þar vísar Kári til þess að Þórólfur sagði í viðtali við Vísi í gær að honum þætti ómaklega að sér vegið með því að gefa í skyn að sveiflan væri sér að kenna. Þau orð sagði Vísir að hann hafi látið falla eftir að Kári sagði í viðtali að skilaboð sóttvarnayfirvalda um mögulegar afléttingar hafi valdið kæruleysi og því hafi smitum fjölgað í kjölfarið.
Bréf Kára má lesa í heild sinni hér að neðan.