8 smit innanlands - aðeins 3 í sóttkví

Sýnataka við Suðurlandsbraut.
Sýnataka við Suðurlandsbraut. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Alls greindust átta kórónuveirusmit innanlands í gær. Af þeim voru sjö greindir við einkennasýnatöku. Nú eru 187 í einangrun og 41 á sjúkrahúsi vegna Covid-19. Af þeim eru tveir á gjörgæslu og báðir í öndunarvél. Alls eru 716 í sóttkví og 647 í skimunarsóttkví.

Af þeim sem greindust með Covid-19 innanlands í gær voru aðeins þrír í sóttkví, eða 37,5%. Alls voru tekin rúmlega 540 sýni innanlands í gær og 186 á landamærunum.

Á landamærunum bíður einn eftir mótefnamælingu eftir sýnatöku í gær. Aftur á móti er komin niðurstaða úr mótefnamælingu frá deginum áður. Þar greindust fjögur virk smit í fyrri sýnatöku en eitt í seinni sýnatöku. Sex voru með mótefni en þrír bíða enn niðurstöðu mótefnamælingar.

18 börn með Covid

Tvö börn yngri en eins árs eru í ein­angr­un, fjögur börn á aldr­in­um 1-5 ára eru í ein­angr­un og sex börn 6-12 ára. Sex börn á aldr­in­um 13-17 ára eru með Covid-19 í dag. Í ald­urs­hópn­um 18-29 ára eru 37 smit, á fer­tugs­aldri eru smit­in nú 36 tals­ins en í ald­urs­hópn­um 40-49 eru 19 smit. Á sex­tugs­aldri eru 42 með Covid og á sjö­tugs­aldri eru 19 smit. Tólf eru með Covid á aldr­in­um 70-79 ára, einn á níræðisaldri og einn einstaklingur yfir nírætt eru með veiruna að því er fram kem­ur á covid.is.

Á höfuðborg­ar­svæðinu eru 160 í ein­angr­un og 599 eru í sótt­kví. Á Suður­nesj­um eru átta smitaðir en 63 í sótt­kví. Á Suður­landi eru sjö smit en 12 í sótt­kví. Á Austurlandi og Norðurlandi vestra er enginn með Covid-19-smit og enginn í sóttkví. Á Norður­landi eystra eru níu smit og níu í sótt­kví. Á Vest­fjörðum er eitt smit og 23 í sótt­kví og á Vest­ur­landi eru tvö smit og sjö í sótt­kví. Óstaðsett­ir í hús eru þrír í sóttkví.   


 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert