Eldur í eikarbáti

Eldur kom upp í eikarbátnum Rexa í gærkvöldi.
Eldur kom upp í eikarbátnum Rexa í gærkvöldi. Ljósmynd slökkvilið höfuðborgarsvæðisins

Eldur kom upp í 18 tonna eikarbáti í höfninni við Grandagarð seint í gærkvöldi. Að sögn varðstjóra í slökkviliði höfuðborgarsvæðisins var það eigandi bátsins sem varð var við eldinn um klukkan 23:20. 

Slökkvilið af tveimur stöðvum fór á vettvang og gekk greiðlega að slökkva eldinn en hann logaði neðan þilja. Að sögn varðstjóra mátti litlu muna að eldurinn bærist víðar um bátinn. Slökkvistarfi lauk skömmu fyrir miðnætti. Ekki er vitað um eldsupptök. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert