Mótmæla harðlega nýju fjárlagafrumvarpi

Ellilífeyrir er til umræðu.
Ellilífeyrir er til umræðu. AFP

Stjórn LEB mótmælir harðlega að ellilífeyrir hækki aðeins um 3,6% í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2021. Þá er það skýlaus krafa LEB að ellilífeyrir hækki um 15.750 kr. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landssambandi eldri borgara. 

Í tilkynningunni segir enn fremur að sambandið vilji sömu hækkanir fyrir eldri borgara og veittar eru til annarra hópa. Þá sé umrædd hækkun allt of lág í því samhengi. 

Stjórn sambandsins bendir jafnframt á að allt traust eldri borgara sé á Alþingi. „Eldri borgarar hafa ekki samningsrétt og verða að treysta að Alþingi fari að lögum við ákvörðun um hækkun ellilífeyris og tryggi sambærilegar hækkanir.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert