Ósátt við iðnaðarsvæði í Úlfarsárdal

Horft yfir Úlfarsárdal og til norðurs. Reiturinn sem fyrirhugað erað …
Horft yfir Úlfarsárdal og til norðurs. Reiturinn sem fyrirhugað erað breyta skipulagi á er milli verslunar Bauhaus við Vesturlandsveg ogíbúabyggðarinnar sem er fyrir miðju neðst á þessari mynd. mbl.is/Sigurður Bogi

Íbúasamtök Úlfarsárdals í Reykjavík gera verulegar athugasemdir við breytingu á aðalskipulagi í suðvesturhlíðum Úlfarsfell. Til stendur, skv. kynningu borgarinnar, að víkja frá fyrri áformum um íbúabyggð á svæðinu og í staðinn komi svonefnd þrifaleg atvinnustarfsemi.

Þar er átt við rýmisfrekar verslanir, heildsölur, léttan iðnað og verkstæði. Tekið er fyrir íbúðarhúsnæði og gistiþjónustu, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

„Þarna er verið að opna á að færa verkstæðin og draslið frá Ártúnshöfða í Úlfarsfell. Ég ímynda mér að þeir sem hafa nýverið fjárfest í nýja hverfinu við Leirtjörn séu ekki sáttir,“ segir Björn Ingi Björnsson, formaður íbúasamtaka Úlfarsárdals, í samtali við Morgunblaðið.

„Þessi tillaga gengur þvert á stefnu gildandi aðalskipulags, til dæmis um sjálfbærni. Mig skortir ímyndunarafl til að finna út hvernig þetta er tilkomið. Ég tel einsýnt að þessum áformum verði hnekkt enda verða gæði byggðar og ásýnd hennar gjaldfelld út frá öllum mælikvörðum gangi þetta eftir.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert