Erlend staða þjóðarinnar aldrei betri

Erlend staða þjóðarbúsins var jákvæð sem nam 969,4 milljörðum króna í lok október og hafði þá batnað um ríflega 313 milljarða frá lokum annars ársfjórðungs.

Tölurnar sýna eignir Íslendinga erlendis umfram skuldir. Hefur staðan aldrei verið betri en nú en aðeins er rúmur áratugur síðan staðan var neikvæð sem nam tæpum 11.400 milljörðum króna.

Það var á þriðja ársfjórðungi 2009, þegar áhrif bankaáfallsins haustið 2008 lögðust hvað þyngst á efnahag landsins og gengi krónunnar, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þessi í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert