Styðja kosningu um flugvöll

Reykjavíkurflugvöllur
Reykjavíkurflugvöllur mbl.is/Árni Sæberg

Sveitarfélög og samtök sveitarfélaga sem sent hafa umsagnir um þingsályktunartillögu um að efnt skuli til þjóðaratkvæðagreiðslu um Reykjavíkurflugvöll leggja flest áherslu á að flugvöllurinn fái að starfa óáreittur þar til annar jafngóður eða betri verði tilbúinn.

Sum sveitarfélögin styðja að efnt verði til þjóðaratkvæðagreiðslu. Bæjarráð Akureyrarbæjar leggur þunga áherslu á mikilvægi þess að miðstöð innanlandsflugs verði áfram óskert í Vatnsmýrinni þar til annar jafngóður eða betri kostur verður tekinn í notkun, segir í umsögn Akureyrarbæjar.

Tillagan um flugvöllinn er flutt af Njáli Trausta Friðbertssyni og 24 öðrum þingmönnum úr alls fimm þingflokkum. Hún gengur út á það að efnt skuli til þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort flugvöllur og miðstöð innanlands- og sjúkraflugs skuli vera áfram í Vatnsmýrinni í Reykjavík. Tillagan hefur verið flutt nokkrum sinnum áður og umsagnirnar nítján sem nú hafa borist eru líkar fyrri umferðum. Sveitarfélög og samtök sveitarfélaga, utan Reykjavíkurborgar, styðja þjóðaratkvæðagreiðslu eða krefjast þess að flugvöllurinn verði áfram.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »