Tjón af völdum bóluefnis bótaskylt

Stefnt er að því að kaupa nægjanlegt bóluefni við Covid-19 …
Stefnt er að því að kaupa nægjanlegt bóluefni við Covid-19 fyrir um 70% þjóðarinnar. AFP

Alls voru átján stjórnarfrumvörp og ein þingsályktunartillaga lögð fram á vef Alþingis í gærkvöldi en næsti þingfundur verður á morgun klukkan 15:00. Meðal þeirra er frumvarp sem snýr að bótum vegna tjóns af völdum bóluefnis gegn Covid-19.

Samkvæmt því eiga þeir sem verða fyrir tjóni af völdum bóluefnis, hvort sem tjónið verður vegna efnisins sjálfs eða rangrar meðhöndlunar, rétt á bótum frá Sjúkratryggingum Íslands.

Ábyrgðin nær yfir þá sem bólusettir verða á árunum 2021-2023.

Meðal annarra frumvarpa sem lögð voru fram eru nokkur frá Ásmundi Einari Daðasyni félags- og barnamálaráðherra sem tengjast velferð barna, frumvarp hans um greiðslur til íþróttafélaga á kórónuveirutímum, frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra um Ríkisútvarpið sem og fjölmiðlafrumvarp hennar og frumvarp Guðmundar Inga Guðbrandssonar umhverfisráðherra um hálendisþjóðgarð.

Enn fremur leggur Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra fram frumvarp þar sem gert er ráð fyrir því að ferðagjöfin verði framlengd til 31. maí á næsta ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert