Fluttir á sjúkrahús eftir árásir

Landspítali - háskólasjúkrahús í Fossvogi.
Landspítali - háskólasjúkrahús í Fossvogi. mbl.is/Ómar Óskarsson

Flytja þurfti tvo á sjúkrahús í gærkvöldi og nótt vegna árása sem þeir urðu fyrir á höfuðborgarsvæðinu. Í báðum tilvikum voru árásarmennirnir farnir af vettvangi er lögregla kom á staðinn.

Um klukkan 21 var tilkynnt um líkamsárás þar sem tveir aðilar veittust að einum. Þeir sem frömdu árásina voru farnir af vettvangi þegar lögregla kom á vettvang en sá sem varð fyrir henni var fluttur með sjúkrabíl á Landspítalann. Málið er í rannsókn, segir í dagbók lögreglunnar á stöð 1 sem sinnir Seltjarnarnesi, Vesturbæ, miðborginni og Austurbænum að Elliðaánum.

Seinni árásin var gerð um eitt í nótt en tilkynnt var til lögreglu á stöð 3 sem sinnir Kópavogi og Breiðholti um átök milli tveggja manna. Annar þeirra var farinn af vettvangi og sá sem varð fyrir árásinni var fluttur með sjúkrabíl á Landspítalann. Málið er í rannsókn.

.

mbl.is