Jörð skelfur við Grímsey

Frá Grímsey.
Frá Grímsey. Ljósmynd/Þorvaldur Örn Kristmundsson

Jarðskjálfti varð við Grímsey um klukkan 11.38 fyrir hádegi. Mældist hann 3,1 að stærð og átti upptök á tíu kílómetra dýpi, samkvæmt fyrstu upplýsingum á vef Veðurstofunnar.

Tveimur mínútum síðar fylgdi annar skjálfti og mældist sá 2,2 að stærð.

Í gær mældust tveir skjálftar yfir þremur stigum að stærð. Annar átti upptök sín norðaustur af Grindavík fyrir hádegi í gær og mældist 3,6 að stærð, og sá síðari norður af Geirfuglaskeri á Reykjaneshrygg, af stærðinni 3,5.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert