Fauk út af á Hellisheiði

Horft til vesturs eftir Hellisheiði í hádeginu.
Horft til vesturs eftir Hellisheiði í hádeginu. Ljósmynd/Vegagerðin

Lítill sendibíll fauk út af veginum á Hellisheiði á tólfta tímanum en engin slys urðu á fólki. Mjög hvasst er á heiðinni og eins á Kjalarnesi. 

Að sögn varðstjóra í slökkviliði höfuðborgarsvæðisins fóru sjúkraflutningamenn upp á Hellisheiði en ekki var þörf á að flytja ökumanninn, sem var einn í bílnum, á sjúkrahús. 

mbl.is/Eggert
mbl.is