„Frestið ferðum ef þið getið“

Veður á Akureyri hefur verið sérstaklega slæmt í dag.
Veður á Akureyri hefur verið sérstaklega slæmt í dag. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Lögreglan á Norðurlandi eystra hvetur fólk til að fresta langferðum eins og hægt er á meðan veður er jafn slæmt og raun ber vitni. Skyggni er víða afar slæmt og hefur fólk misst bíla sína út af vegum og þurft aðstoð.

mbl.is/Þorgeir Baldursson

Ólafsfjarðarmúli er ófær og Víkurskarð lokað. Vegur um Almenninga er lokaður vegna óvissustigs vegna snjóflóðahættu.

„Nú minnir vetur konungur okkur á að við búum norður við heimskautsbaug. Við viljum hvetja ykkur til að fresta langferðum eins og hægt er á meðan veðrið er svona slæmt. Víða stendur mokstur yfir en reikna má með að skafrenningur sé mikill og leiðir teppist fljótt aftur,“ segir í Facebook-færslu lögreglunnar á Norðurlandi eystra.

mbl.is/Þorgeir Baldursson

Snjóflóðahætta

„Mikil blinda er líka og skyggni víða afar slæmt og hefur fólk lent í vandræðum og misst bíla út í kant og þurft aðstoð. Búið er að opna Öxnadalsheiði en skyggni með köflum slæmt, snjóþekja og skafrenningur.

Ólafsfjarðarmúlinn er ófær og óvíst hvenær verður opnað en þar er snjóflóðahætta. Víkurskarð er lokað. Vegur um Almenninga er lokaður vegna óvissustigs v. snjóflóðahættu. Umfram allt kæru lesendur, farið varlega og frestið ferðum ef þið getið. Komum heil heim.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert