Vilja færa RARIK út á land

Halla Signý Kristjánsdóttir þingmaður Norðvesturkjördæmis hjá Framsókn.
Halla Signý Kristjánsdóttir þingmaður Norðvesturkjördæmis hjá Framsókn. Sigurður Bogi Sævarsson

Halla Signý Kristjánsdóttir þingmaður Framsóknar hefur ásamt öðrum lagt fram tillögu til þingsályktunar um flutning höfuðstöðva Rarik ohf. á landsbyggina. 

Meðflutningsmenn á tillögunni eru Silja Dögg Gunnarsdóttir og Líneik Anna Sævarsdóttir. Allar eru þær þingmenn Framsóknar.

Tillagan felur í sér að Alþingi álykti um að „stefna skuli að flutningi höfuðstöðva Rariks ohf. á landsbyggðina og að kannað verði á grundvelli hagsmuna félagsins hvar væri hentugast að byggja upp höfuðstöðvarnar og efla starfsstöðvar Rariks um landið“.

Í greinargerð kemur fram að um 90% af dreifikerfi raforku í landinu eru í umsjón Rarik, m.a. í flestum sveitarfélögum utan höfuðborgarsvæðisins, Reykjaness og Vestfjarða. 

Einnig að starfsmenn Rarik séu um 200 þar af 60 á höfuðborgarsvæðinu þar sem höfuðstövar félagsins eru. Það sama gildir um flestar opinberar stofnanir. 

Núverandi staðsetning endurspeglar ekki starfsemi 

„Þetta leiðir til þess að yfirgnæfandi fjöldi opinberra starfa stendur einungis einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu eða í nærliggjandi byggðum til boða, eðli málsins samkvæmt,“ segir í greinargerðinni.

Talin eru til nokkur bæjarfélög þar sem finna mætti bækistöðvar Rarik ohf. Selfoss, Höfn í Hornafirði, Seyðisfjörður, Sauðárkrókur, Siglufjörður og Ólafsvík eru tekin sem dæmi.

Meginstarfsemi Rariks ohf. fer fram á landsbyggðinni auk þess sem allar virkjanir félagsins eru þar. Þó eru höfuðstöðvar félagsins í Reykjavík. Núverandi staðsetning höfuðstöðvanna er ekki talin endurspegla starfsemina jafnvel og hægt væri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert