Fékk hláturskast í beinni

Sigurður Þorri Gunnarsson bingóstjóri á K100.
Sigurður Þorri Gunnarsson bingóstjóri á K100. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Það var frábært að sjá að áhorfendur voru mjög virkir á samfélagsmiðlum undir #mblbingó. Þeim tókst meira að segja að láta mig fá heiftarlegt hláturskast í beinni útsendingu,“ segir Sigurður Þorri Gunnarsson, útvarpsmaður og bingóstjóri á K100.

Sjötti bingóþáttur K100 með Sigga og Evu Ruzu var sendur út í gær á mbl.is og á rás 9 í sjónvarpi Símans. Mikil þátttaka var eins og síðustu fimmtudaga og hundruð vinninga gengu út. Aðalvinningar voru meðal annars Samsung-snjallúr og gjafabréf í þyrluflug. Tónlistarmaðurinn Auður tróð upp að þessu sinni.

„Við höldum ótrauð áfram fram að jólum og vonum að fólk verði áfram með okkur,“ segir Siggi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »