Karl Steinar ráðinn yfirlögregluþjónn alþjóðasviðs ríkislögreglustjóra

Karl Steinar Valsson.
Karl Steinar Valsson. Ljósmynd/Lögreglan

Karl Steinar Valsson hefur verið ráðinn yfirlögregluþjónn alþjóðasviðs ríkislögreglustjóra. Hann hefur störf hjá embættinu 1. janúar. 

Þetta kemur fram í tilkynningu. 

Fram kemur, að Karl Steinar eigi langan og farsælan 35 ára feril innan lögreglunnar. Hann hafi verið stjórnandi ýmissa eininga frá 1997 nú síðast yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Þar áður starfaði hann sem tengslafulltrúi Íslands hjá Europol ár árunum 2014-2018 þar sem hann var meðal annars ábyrgur fyrir stefnumótun og framtíðarstefnu Íslands á sviði samvinnu við aðgerðir gegn skipulagðri brotastarfsemi.

Auk lögreglumenntunar hefur Karl Steinar fjölbreytta menntun að baki, meðal annars í verkefnastjórnun og leiðtogaþjálfun, MBA frá Háskólanum í Reykjavík sem og stjórnendaþjálfun frá bandarísku alríkislögreglunni, að því er segir í tilkynningu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert