Lögreglan stöðvaði „eftirpartí“ á hóteli

Jólahlaðborð eru fastur liður í jólaundirbúningi margra.
Jólahlaðborð eru fastur liður í jólaundirbúningi margra. Árni Sæberg

Lögreglan á Suðurlandi stöðvaði gleðskap eftir „einhvers konar jólahlaðborð“ á hóteli á Suðurlandi um helgina. Að sögn lögreglu voru fjöldatakmarkanir ekki virtar og liggur ábyrgð brotsins á sóttvarnareglum hjá hóteleiganda.

Lögreglan á Suðurlandi hefur farið í nokkrar eftirlitsferðir á hótel og veitingastaði undanfarið og var eftirlistferð á umrætt hótel liður í því. Atvikið var kært.

Samkvæmt facebooksíðu lögreglunnar á Suðurlandi hefur lögreglan haft fregnir af því að mörg hótel bjóði upp á hlaðborð.

Lögreglan ítrekar við hótel- og veitingastaðaeigendur að virða leiðbeiningar Embættis landlæknis og Ferðamálastofu sem gefnar hafa verið út um hámarksfjölda og nálægðartakmarkanir.

mbl.is