„Þetta er áfangasigur“

Þórólfur Guðnason, sóttvarnrlæknir.
Þórólfur Guðnason, sóttvarnrlæknir. Kristinn Magnússon

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að það sé áfangasigur að allir þeir 12  sem greindust með smit eftir skimanir gærdagsins hafi verið í sóttkví. Þó megi ekki láta deigan síga.  

Eins og fram kom greindust 12 smit innanlands í gær og voru allir sem greindust í sóttkví. Alls voru tekin tæplega 900 sýni innanlands og 343 á landamærunum. Því lætur nærri að 0,01% þeirra sem voru skimaðir hafi verið smitað af Covid-19. 

„Þetta eru jákvæðar fréttir. En það má ekki gleyma því að þetta getur snúist við einn, tveir og þrír. Við tökum þessum góðu fréttum en höldum áfram baráttunni. Þetta er áfangasigur,“ segir Þórólfur.

12 greindust smitaðir og voru allir í sóttkví.
12 greindust smitaðir og voru allir í sóttkví. Landspítali/Þorkell Þorkelsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert