Fjórfaldur pottur í næstu viku

Lottó.
Lottó.

Fyrsti vinningur í Lottóinu gekk ekki í út í kvöld en í pottinum voru um 34 milljónir króna. Tveir heppnir spilarar hlutu annan vinning og fær hvor um sig um 330 þúsund krónur í vasann. Potturinn var þrefaldur, sem þýðir að í næstu viku verður hann fjórfaldur. 

Þeir sem hlutu annan vinning keyptu miðana sína í N1 á Akranesi og í N1 á Reyðarfirði.

Enginn var með fimm jókertölur réttar í réttri röð, þar sem vinningsupphæðin var 2 milljónir króna.

Fimm voru með fjórar jókertölur réttar í réttri röð og fær hver um sig 100 þúsund krónur í sinn hlut. Miðarnir voru keyptir í Lottó-appinu, á lotto.is og í áskrift.

Vinningstölur kvöldsins: 18-19-25-30-34

Bónustalan: 21

Jókertölurnar: 0-5-7-3-1

 

mbl.is