Grunsamlegar mannaferðir við Skipasund

Tilkynnt var um grunsamlegar mannaferðir við Skipasund snemma í morgun að sögn lögreglu. Viðkomandi hefur ekki fundist við leit lögreglu. 

Fram kemur í dagbók lögreglu að tilkynnt hafi verið um logandi ruslatunnu við veitingastað á Skólavörðustíg skömmu fyrir klukkan 10. Þá var tilkynnt um hugsanlegt brot á sóttvarnareglum í miðborg Reykjavíkur. Talið er að 16 manna hópur hafi mætt á ákveðna sýningu og þar með vanvirt fjöldatakmörk. 

mbl.is