Þyrla Gæslunnar sótti mann í Esjuna

Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF GRO.
Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF GRO. mbl.is/Árni Sæberg

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út vegna manns sem slasaðist í Esjunni um klukkan 13 í dag. Björgunarsveitir og slökkvilið sinntu einnig útkallinu. 

Að sögn Ásgeirs Erlendssonar, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar, var þyrlan lent á Landspítala um 13:35, en slysið varð í mikilli hæð í Gunnlaugsskarði. Ásgeir segir að vel virðist hafa tekist að sinna útkallinu. 

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu hrasaði maðurinn og voru aðstæður á vettvangi erfiðar. Maðurinn var á ferð ásamt öðrum göngumanni og munu þeir hafa verið ágætlega búnir til fjallaferða. 

Ekki fengust upplýsingar um líðan mannsins. 

mbl.is