Bólusetning gegn veirunni ekki skylda

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Ljósmynd/Almannavarnir

Bólusetning fyrir kórónuveirunni verður gjaldfrjáls og fólk verður ekki skyldað til að láta bólusetja sig.

Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna.

Hann sagði þó að það væri lykilatriði að flestir, og helst allir, mæti í bólusetningu. TIl að ná hjarðónæmi gegn veirunni þurfi þátttöku allt að 70% landsmanna.

Þórólfur sagði enn fremur að verið væri að undirbúa bólusetningar. Hann kvaðst þó ekki vita nákvæmlega hvenær bóluefni er væntanlegt til landsins eða hversu mikið við fáum. Það skýrist ekki fyrr en líður á mánuðinn.

Óskar Reykdalsson, for­stjóri Heilsu­gæsl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu, seg­ir ekk­ert því að van­búnaði að bólu­setja fleiri tugþúsund­ir manna fyr­ir kór­ónu­veirunni dag­lega.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert