Geta bólusett tugþúsundir á dag

Til greina kemur aðnota kennslustofur við bólusetninguá höfuðborgarsvæðinu.
Til greina kemur aðnota kennslustofur við bólusetninguá höfuðborgarsvæðinu. mbl.is/ÞÖK

Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir ekkert því að vanbúnaði að bólusetja fleiri tugþúsundir manna fyrir kórónuveirunni daglega.

Heilsugæslustöðvar höfuðborgarsvæðisins eru í startholunum vegna komandi bólusetningar. Búið er að ræða við öll sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og eru ýmsar útfærslur ræddar. Til greina kemur að nota kennslustofur, íþróttahús og skimunarhúsið við Suðurlandsbraut svo dæmi séu nefnd.

„Ef við tökum dæmi um kennslustofu, þá væri hægt að bólusetja hátt í 20 manns í hverri stofu á klukkutíma. Ef við gefum okkur það að bólusett væri í 10 klukkustundir þá myndi það þýða 200 manns. Ef við segjum að það séu 50 kennslustofur í einhverjum skóla þá eru það strax 10 þúsund manns sem hægt er að bólusetja á einum degi þar,“ segir Óskar.

Hver og ein heilbrigðisstofnun á landinu mun sjá um framkvæmd bólusetninganna. Viðamest verður framkvæmdin á höfuðborgarsvæðinu. „Í einhverjum tilfellum þarf að fara inn á heimili, t.d. fyrir fatlaða eða inn á hjúkrunarheimili,“ segir Óskar í  umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »