Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokks.
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokks. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fylgi Sjálfstæðisflokksins mældist nú 27,1%, rúmlega tveimur prósentustigum hærra en við síðustu könnun MMR sem framkvæmd var fyrri hluta nóvember. Fylgi Samfylkingarinnar minnkaði um tæp þrjú prósentustig og mældist 13,8%, fylgi Framsóknarflokksins minnkaði um rúmlega tvö prósentustig og mældist 7,6% og fylgi Miðflokksins minnkaði einnig um rúmlega tvö prósentustig og mældist 7,0%. 

Þetta kemur fram í könnun sem MMR framkvæmdi á tímabilinu 26. nóvember - 3. desember 2020. Heildarfjöldi svarenda var 944 einstaklingar, 18 ára og eldri.

Fylgi Flokks fólksins jókst um rúmlega tvö prósentustig frá síðustu mælingu og mældist nú 6,2%.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur einungis einu sinni mælst með hærra fylgi á yfirstandandi kjörtímabili en það var í mars síðastliðnum, þar sem fylgi hans mældist 27,3%

Stuðningur við ríkisstjórnina mældist nú 50,0% og minnkaði um tæplega tvö prósentustig frá síðustu könnun, þar sem stuðningur mældist 51,7%.

Niðurstöður MMR.

mbl.is