Aðdáendur í yfir 40 löndum

Ari Eldjárn hefur slegið ígegn með uppistandi sínu á Netflix.
Ari Eldjárn hefur slegið ígegn með uppistandi sínu á Netflix. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Ég hef eiginlega ekki gert annað en að lesa og svara skilaboðum síðustu vikuna,“ segir grínistinn Ari Eldjárn.

Vika er nú liðin frá því þáttur með uppistandi hans, Pardon My Icelandic, kom inn á streymisveituna Netflix. Þátturinn er aðgengilegur áhorfendum í 190 löndum og hafa mörg hundruð manns haft samband við Ara beint í gegnum samfélagsmiðla til að hrósa honum. Þessir nýju aðdáendur eru frá yfir 40 löndum. „Þetta eru lönd þar sem manni hefði aldrei í sínum villtustu draumum dottið í hug að ná til fólks, Brasilía, Óman og Ísrael svo fáein séu nefnd,“ segir Ari en gagnrýnendur hafa auk þess tekið þættinum vel.

„Það er ómetanleg auglýsing fyrir uppistandara að komast þarna inn,“ segir Ari í Morgunblaðinu í dag. Hann undirbýr nýja sýningu á ensku sem hann hyggst ferðast með á næsta og þar næsta ári.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert