Tók upp tvær stúlkur undir lögaldri að skipta um föt

Málið var þingfest í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur.
Málið var þingfest í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur. mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Karlmaður hefur verið ákærður af embætti héraðssaksóknara fyrir blygðunarsemisbrot gagnvart tveimur stúlkum undir lögaldri. Er maðurinn ákærður fyrir að hafa tekið upp myndskeið af stúlkunum nöktum eða hálfnöktum þar sem þær skiptu um föt.

Samkvæmt ákæru málsins stillti maðurinn farsíma sínum upp og tók myndskeið á baðherbergi á heimili sínu þegar stúlkurnar voru þar gestkomandi kvöld eitt í maí í fyrra.

Er maðurinn sakaður um að hafa sært blygðunarsemi þeirra og sýnt þeim ósiðlegt athæfi, en þar sem stúlkurnar eru undir lögaldri er hann jafnframt ákærður fyrir brot á barnaverndarlögum.

Í einkaréttakröfu fara foreldrar stúlknanna fram á að dæturnar fái eina milljón hvor í miskabætur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert