Kynnir ný loftslagsmarkmið

Katrín Jakobsdóttir.
Katrín Jakobsdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra greinir frá nýjum markmiðum Íslands í loftslagsmálum í grein, sem hún ritar í Morgunblaðið í dag. Þessi markmið verða kynnt á leiðtogafundi Sameinuðu þjóðanna næstkomandi laugardag.

Þessi nýju markmið Íslands eru í þremur liðum. Í fyrsta lagi er boðaður aukinn samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda. Í stað núverandi markmiðs um 40% samdrátt frá 1990-2030 verður markið sett á 55% samdrátt eða meira.

Þá er ráðgert að efla aðgerðir, einkum í landnotkun, sem munu auðvelda Íslandi að ná settu markmiði um kolefnishlutleysi fyrir 2040 og að auki áfangamarkmiði um kolefnishlutleysi losunar á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda í kringum árið 2030. Þar munu skógrækt, landgræðsla og endurheimt votlendis gegna lykilhlutverki. Loks skal lögð aukin áhersla á loftslagstengd þróunarsamvinnuverkefni, einkum á sviði sjálfbærrar orku, en framlög Íslands til þeirra muni aukast um 45% á næsta ári, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert